Skógræktin stendur fyrir málstofu undir þemanu Loftslagsbreytingar og skógrækt – tækifæri og áskoranir í skóglausu landi. Flutt verða eftirfarandi valin erindi:
- Skógar og skógrækt í nýtingu lands – Björn Traustason, landfræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
- Áhrif skóga og skógræktar á bindingu og losun gróðurhúsalofttegunda – Arnór Snorrason, skógfræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
- Áhrif skógræktar á uppsöfnun kolefnis í jarðvegi – Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor, Landbúnaðarháskóli Íslands
- Er Ísland að sökkva í skóg? – sjálfsáning trjátegunda á Íslandi – Bjarki Þ. Kjartansson, landfræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
- Mismunandi mótstaða birkikvæma gegn skaðvöldum – Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur, Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar
Málstofustjóri / Session chair: Edda Sigurdís Oddsdóttir, Sviðstjóri rannsóknarsviðs, Skógræktin