Líffræðileg fjölbreytni 2010

Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni (biodiversity). Af þessu tilefni efna Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands til vísindaráðstefnu um rannsóknir á eðli, tilurð og verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Ráðstefnan verður haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu. Dagskráin stendur frá 9:00 til 18:30, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og veggspjaldakynning í Öskju, náttúrufræðihúsi (veitingar með veggspjaldakynningu eru í boði Gróco ehf).

Forskráning er ekki nauðsynleg, en skráningargjald er 500 kr – ókeypis fyrir nemendur. Innheimtist á staðnum.

Ingibjörg S. Jónsdóttir setur fundinn kl 9:00 og Sigurður Á. Þráinsson frá Umhverfisráðuneytinu flytur stutt ávarp.

Klukkan 9.15 flytur Ástþór Gíslason (Hafrannsóknarstofnun) yfirlitserindi um Líffræðileg fjölbreytni og nýlegar rannsóknir á henni á Mið-Atlantshafshryggnum

Klukkan 13.15 fjallar Simon Jeffrey (Joint Research Centre, The European Commission, Ispra, Italy) fjallar um “European Atlas of Soil Biodiversity

Dagskrá fundarins og ágriparit fundarins á PDF formi má nálgast hér að neðan.

Styrktaraðillar eru Gróco ehf og Umhverfisráðaneytið.

Fyrsta tilkynning: Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni (biodiversity). Af þessu tilefni efna Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands til vísindaráðstefnu um rannsóknir á eðli, tilurð og verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Ráðstefnan verður haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu. Dagskráin stendur frá 9:00 til 18:30, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og veggspjaldakynning í Öskju, náttúrufræðihúsi.

Vísinda- og fræðimenn sem rannsaka líffræðilega fjölbreytni eru hvattir til þess að senda inn ágrip og/eða skrá sig á ráðstefnuna fyrir 13. nóvember næstkomandi. Netfang fundarins er lifbr.fundur2010@gmail.com – þar er tekið á móti skráningu og ágripum.Tilgreinið við skráningu hvort þið sækist eftir því að vera með erindi eða veggspjald. Heppilegast er ef ágrip fylgi stöðluðu formi, sem notað var á síðustu líffræðiráðstefnu.

Forskráning er ekki nauðsynleg, en skráningargjald er 500 kr – ókeypis fyrir nemendur. Innheimtist á staðnum.

Skipulagsnefnd mun setja saman dagskrá og reyna að tryggja að fjölbreytilegar rannsóknir verði kynntar. Því gæti verið að einhverjir umsækjendur yrðu beðnir um að kynna veggspjald frekar en vera með erindi.

Skipulagsnefnd:

Ingibjörg S. Jónsdóttir, Tómas G. Gunnarsson, Snæbjörn Pálsson og Arnar Pálsson.