Líffræðiráðstefnan 2004

Líffræði – vaxandi vísindi

Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar HÍ 19.-20.nóvember 2004

Dagskrá ráðstefnu og  Ráðstefnuritið (pdf)

Verð: Aðgangseyrir er 3000 kr. fyrir báða dagana (ekki ódýrara seinni daginn), kaffiveitingar eru innifaldar. Skuldlausir félagar í líffræðifélaginu borga 2000 kr. og námsmenn 500 kr.

Athugið: Stærð veggspjald skal ekki vera stærri en 90cm breidd x 124cm hæð en það er rúmlega stærð A0 blaðs.

Á laugardagskvöldinu 20.nóvember, eftir ráðstefnuna, verður skemmtun fyrir líffræðinga og vini þeirra á Hótel Borg frá kl.22.00. Aðgangseyrir er 1200 kr og innifalið er fordrykkur og einhverjar veitingar. Óli Palli (Rás 2) verður plötusnúður og stór kostar 500 kr.

Í tilefni af 25 ára afmæli Líffræðifélagsins og 30 ára afmælis Líffræðistofnunar Háskólansverður boðað til ráðstefnu til almennrar kynningar á líffræðirannsóknum á Íslandi. Ráðstefnan verður haldiná tveim dögum, 19.-20. nóvember n.k. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og afmælisráðstefnan sem haldin var fyrir fimm árum en hún þótti takast með miklum ágætum. Þá voru haldin 100 erindi og sýnd ríflega 130 veggspjöld. Að þessu sinni er áformað að halda nokkur yfirlitserindi (45 mín., plenary) í stórum sal en einnig er reiknað með 50-80 styttri erindum (20 mín.) þar sem líffræðingum gefst kostur á að kynna rannsóknir sínar. Þá er einnig gert ráð fyrir að margir vilji kynna rannsóknir með veggspjöldum.

Vinsamlegast skráið ykkur svo að hægt sé að útbúa nafnspjöld og fá upplýsingar um fjölda gesta vegna prentunar ráðstefnurits, veitinga o.s.frv. Tölvuskráningu á ráðstefnu er lokið. Skráning verður á staðnum (í Öskju).

Skráning á ráðstefnu – frestur til að skila inn óskum um að halda erindi eða sýna veggspjald er útrunninn.

Útdrættir Frestur til að skila inn útdrætti erindis eða veggspjaldser til 4. október. Skráning á ráðstefnu – frestur til að skila inn óskum um að halda erindi eða sýna veggspjald er útrunninn.

Útdrættirnir verða birtir í ráðstefnuriti sem verður tilbúið fyrir 19. nóvember. Útdráttum skal skila á rafrænu formi og senda til biologia@centrum.is. Útdráttur skal tiltaka höfunda, heimilisföng (stofnanir) þeirra og tölvufang 1. höfundar svo og texta útdráttar. Texti útdráttar (þá er ekki átt við titil, nöfn höfunda og heimilisföng) má ekki vera meira en 1300 slög, þar með talin bil milli orða.