Líffræðiráðstefnan verður haldin 14. – 16. október 2021 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu

Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.

Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 10. sinn  í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu.

Á ráðstefnunni koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er eins og alltaf opin almennu áhugafólki um líffræði.

OPIÐ fyrir skráningu!!

Lokadrög að dagskrá aðgengileg!


The IceBio2021 conference will be held October 14 – 16

The IceBio Conference on Biology is held every two years and covers research on all aspects of biology in Iceland.

More information about the conference in English


Öndvegisfyrirlesarar

  • Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar European Molecular Biology Laboratory (EMBL)
  • Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í plöntuvistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Detlev Arendt, þróunarlíffræðingur við European Molecular Biology Laboratory (EMBL) og heiðursprófessor við Rupprechts-Karl-Universität í Heidelberg
  • Johannes Krause, prófessor í þróunarmannfræði við Max Planck Institute for Evolutionary Anthropology
  • Haseeb Randhawa, lektor í sjávarlíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Sérstakar málstofur

 


Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.

Stjórn Líffræðifélagsins og skipulagsnefnd
Kalina Kapralova, Guðmundur Árni Þórisson,  Ragnhildur Guðmundsdóttir, Arnór Bjarki Svarfdal,  Helena Gylfadóttir
 
Vísindanefnd fyrir Líffræðiráðstefnuna 2021
Chair: Haseeb Randhawa, Háskóli Íslands
Sara Sigurbjörnsdóttir, Háskóli Íslands
Sigríður Jónsdóttur, Lífvísindasetur Háskóla Íslands
Linda Viðarsdóttur, Lífvísindasetur Háskóla Íslands
Jake Goodall, Háskóli Íslands
Agnes Kreiling, Tjóðsavnið, Tórshavn, Føroyar
Noémie Boulanger-Lapointe, Háskóli Íslands
Clara Anne Thérese Jegousse, MATÍS