Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021

Erindi/veggspjald / Talk/poster E107

Er Ísland að sökkva í skóg? – sjálfsáning trjátegunda á Íslandi

Höfundar / Authors: Bjarki Þ. Kjartansson (1), Dennis Riege (2), Ólafur Eggertsson (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: (1) Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar (2) University of Maryland University College, USA

Kynnir / Presenter: Bjarki Þ. Kjartansson

Erindið fjallar um nýlegar rannsóknir á sjálfsáningu trjátegunda ásamt eftirliti á útbreiðslu skóga á íslandi. Síðustu ár hefur nokkur umræða um ágengni erlendra trjátegunda sem notaðar eru í skógrækt á Íslandi. Áhyggjur hafa aðallega snúið að útrýmingu innlendra vistkerfa með óheftri útbreiðslu þessara trjátegunda. Í erindinum verða nýjar niðurstöður á útbreiðslu trjátegunda kynntar. Tilraunir voru settar upp á Austur-, Suður- og Vesturlandi, auk þess fylgst er með útbreiðslu trjátegunda út um allt land í verkefninu Íslensk skógarúttekt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að útbreiðsluhraði erlendra tegunda er fremur hægur en þá helst á lítt grónu landi þar sem gott fræset er til staðar. Út frá niðurstöðum þessara rannsókna má segja að áhyggjur af óheftri útbreiðslu erlendra trjátegunda á íslandi með tilheyrandi útrýmingu vistkerfa séu óþarfar.