Um félagið
Líffræðifélag Íslands var stofnað í Reykjavík árið 1979 í þeim tilgangi að “auka þekkingu á líffræði, auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga, og tengsl þeirra við erlenda aðila með svipuð áhugamál”.
Aðalverkefni félagsins í gegnum tíðina hefur verið að skipuleggja viðburði af ýmsu tagi. Síðan 2009 hefur Líffræðiráðstefnan verið haldin annað hvert ár og er hún uppistaðan í starfsemi félagsins. Líffræðingar eru alkunnt gleði- og skemmtanafólk og stendur félagið ávallt fyrir Haustfagnaði í kjölfar ráðstefnunnar. Lesa meira
Hægt er að skrá sig formlega í Líffræðifélagið sem virkur félagi og greiða árgjald. Virkir félagar fá sérkjör á miðum á Líffræðiráðstefnuna, ókeypis aðgang að Haustfagnaðinum o.fl. Lesa meira.
Stjórn félagsins er skipuð sjö manns úr bæði akademíu og einkageiranum. Lesa meira.

Nýjustu fréttir
- Kynning á verðlaunahöfum Könnuðarstyrksins!Eins og áður var tilkynnt bárust níu umsóknir um Könnuðarstyrk til félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem styrknum er úthlutað, en framtakið er samstarfsverkefni Líffræðifélags Íslands og Les Amis de Jean-Baptiste Charcot og er auk þess styrkt af Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Allar umsóknir voru yfirfarnar af stjórn Líffræðifélagsins og verkefnin rædd með stjórn Les Amis… Read more: Kynning á verðlaunahöfum Könnuðarstyrksins!
- Skilafrestur fyrir styrktarumsókn á morgun!Við minnum á að skilafrestur umsókna til Könnuðarstyrk Líffræðifélagsins og Les Amis de Jean Baptiste Charcot er á morgun (fyrir lok 15. apríl)! Vegna framlags Félag Íslenska Náttúrufræðinga hefur sjóðurinn tvöfaldast í 400.000 kr. og við getum því styrkt fleiri verkefni en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við hvetjum alla Meistara- og Doktorsnema að bíða ekki boðanna… Read more: Skilafrestur fyrir styrktarumsókn á morgun!
- Skilafrestur umsókna í styrktarsjóð er 15. apríl – ert þú að gleyma þér?Tekið er við umsóknum í nýja styrktarsjóðinn til og með 15. apríl nk.Þökk sé fjárhagsstuðningi Félag íslenskra náttúrufræðinga verður hægt að styrkja fleiri verkefni en lagt var upp með. Líffræðifélagið er þakklátt fyrir þennan FÍNa stuðning og hlakkar til frekara samstarfs! Sótt er um könnuðarstyrkinn hér: https://biologia.is/um-felagid/styrktarsjodur/umsokn-um-styrk-test/
- Samstarfsyfirlýsing milli Líffræðifélagsins og FÍN / Collaboration agreement with FÍNÞað var afar ánægjulegt að undirrita samstarfsyfirlýsingu milli Líffræðifélagsins og FÍN – Félag íslenskra náttúrufræðinga sl. föstudag. Við hlökkum til samstarfsins! / It was a pleasure to sign a collaboration agreement between us and FÍN. We look forward to working together! Skrifað undir tímamótasamstarfsyfirlýsingu. Síðastliðinn föstudag var skrifað undir það sem kalla mætti sögulega samstarfsyfirlýsingu þegar… Read more: Samstarfsyfirlýsing milli Líffræðifélagsins og FÍN / Collaboration agreement with FÍN