Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021
Erindi/veggspjald / Talk/poster E106
Höfundar / Authors: Bjarni Diðrik Sigurðsson (1), Joel C. Owona (1), Gústaf Jarl Viðarsson (1,2)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Landbúnaðarháskóli Íslands, 2. Skógræktarfélag Reykjavíkur
Kynnir / Presenter: Bjarni Diðrik Sigurðsson
Það er vel þekkt að skógrækt á skóglausu landi eykur kolefnisforða í lífmassa og bindur þannig CO2 úr andrúmslofti a.m.k. svo lengi sem skógurinn stendur. Hvaða áhrif skógrækt hefur á jarðveg, og ekki síst jarvegskolefni, er hinsvegar mun minna þekkt. Í þessu erindi verður sagt frá nýlegum og yfirstandandi rannsóknum á þremur skógræktarsvæðum í nágrenni Reykjavíkur, þar sem heildar kolefnisjöfnuður misgamalla ræktaðra- og náttúrulegra skóga hefur verið metinn með skógvaxtarmælingum, uppskerumælingum og jarvegssýnatökum. Þar kemur ýmislegt á óvart.