Landnotkun og kolefnishlutleysi

Málstofa á vegum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar um hlutverk og mikilvægi landnýtingar í kolefnishlutleysi Íslands. Málstofustjóri verður Bjarni D. Sigurðsson, prófessor við LbhÍ.

Eftirfarandi erindi verða flutt og síðan verður pallborð í lokin:

  • Hvað er þetta LULUCF? – Mikilvægi landnotkunar í kolefnishlutleysi Íslands – Salóme Hallfreðsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sjálfbærni, Matvælaráðuneytinu.
  • Rannsóknir á votlendi – Sunna Áskelsdóttir, verkefnastjóri endurheimtar votlendis og vöktunar votlendisvistkerfa hjá Landgræðslunni
  • Rannsóknir á þurrlendi – Jóhann Þórsson, fagteymisstjóri loftslags og jarðvegs hjá Landgræðslunni
  • Rannsóknir í skógi – Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar.