Haustfagnaður Líffræðifélagsins 2023 verður haldinn laugardagskvöldið 14. október eftir að ráðstefnunni lýkur. Þessi viðburður er hápunktur skemmtanalífs líffræðinga og verður haldinn í Tunglinu Lækjargötu, á báðum hæðum. Hljómsveitin Allt í Einu mun spila fyrir dansi, en þetta eru sömu stuðboltar og trylltu mannskapinn í Ægisgarði fyrir tveimur árum.
Aðgangur er ókeypis fyrir virka félaga í Líffræðifélaginu. Félagar fá aðgöngumiðann sinn afhentan með ráðstefnugögnum á skráningarborði. ATH Miðinn gildir líka sem inneign fyrir drykk á barnum.
Hægt verður að kaupa auka miða, t.d. fyrir maka eða vin, á meðan á ráðstefnunni stendur, a.m.k. á meðan enn eru til ósóttir/afgangs miðar.


