Líffræðiráðstefnan verður haldin 12. – 14. október 2023 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu

Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.

Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 11. sinn í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu.

Á ráðstefnunni koma saman flest allir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er eins og alltaf opin almennu áhugafólki um líffræði.

OPIÐ fyrir skráningu! 

Dagskrá birt, endanleg útgáfa!


The IceBio2023 conference will be held October 12 – 14

The IceBio Conference on Biology is held every two years and covers research on all aspects of biology relevant to Iceland.
More information about the conference in English


Öndvegisfyrirlesarar

Sérstakar málstofur

Örerindi

  • „Mold ert þú“ – Örerindi á vegum Samlífs í tilefni útgáfu bókarinnar „Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra“

Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.

Stjórn Líffræðifélagsins og skipulagsnefnd

Kalina Kapralova,  Ragnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Árni Þórisson, Halldór Pálmar Halldórsson, Ásthildur Erlingsdóttir, Áki Jarl Láruson og Hermann Kári Hannesson
 

Vísindanefnd

Formaður: Kalina Kapralova, stjórn Líffræðifélagsins
Hrönn Egilsdóttir, Hafrannsóknastofnun
Joana Micael, Náttúrustofa Suðvesturlands
Pedro Rodrigues, Rannsóknastöðin Rif
Sara Sigurbjörnsdóttir, Háskóli Íslands
Sigríður Jónsdóttir, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum