Líffræðiráðstefnan verður haldin 12. – 14. október 2023 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu
Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.
Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 11. sinn í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu.
Á ráðstefnunni koma saman flest allir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er eins og alltaf opin almennu áhugafólki um líffræði.
OPIÐ fyrir skráningu!
Dagskrá birt, endanleg útgáfa!
The IceBio2023 conference will be held October 12 – 14
The IceBio Conference on Biology is held every two years and covers research on all aspects of biology relevant to Iceland.
More information about the conference in English
Öndvegisfyrirlesarar
- Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, mannerfðafræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu
- Nina Overgaard Therkildsen, dósent við náttúruauðlindadeild Cornell háskóla
- Ingi Agnarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Ísland
- Mohamed Noor, prófessor við Líffræðideild Duke háskóla, og vísindaráðgjafi fyrir Star Trek þáttaraðirnar
Sérstakar málstofur
- Landnotkun og kolefnishlutleysi – Málstofa á vegum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar um hlutverk og mikilvægi landnýtingar í kolefnishlutleysi Íslands.
- Málstofa BIODICE um náttúrufræðimenntun með áherslu á hugtakið líffræðilega fjölbreytni
- Bjór & breytileiki – málstofa um bjórbrugg og vísindi
Örerindi
- „Mold ert þú“ – Örerindi á vegum Samlífs í tilefni útgáfu bókarinnar „Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra“
Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.
Stjórn Líffræðifélagsins og skipulagsnefnd
Vísindanefnd
Formaður: Kalina Kapralova, stjórn Líffræðifélagsins
Hrönn Egilsdóttir, Hafrannsóknastofnun
Joana Micael, Náttúrustofa Suðvesturlands
Pedro Rodrigues, Rannsóknastöðin Rif
Sara Sigurbjörnsdóttir, Háskóli Íslands
Sigríður Jónsdóttir, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum