Snorri Baldursson

SnorriBaldurssonSnorri Baldursson heldur öndvegisfyrirlestur á Líffræðiráðstefnunni 2015. Erindi hans nefnist Náttúruvernd á krossgötum.

Snorri er líffræðingur með framhaldsnám í plöntuvistfræði og plöntuerfðafræði frá University of Colorado og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn.  Hann vann við rannsóknir á sviði landgræðslu og skógræktar í um 10 ár eftir nám en hefur síðustu tvo áratugi að mestu sinnt stjórnunarstörfum á sviði náttúrufræða og náttúruverndar. Frá árinu 2010 hefur Snorri gengt starfi þjóðgarðsvarðar í Vatnajökulsþjóðgarði.

Árið 2014 kom út eftir hann bókin “Lífríki Íslands – vistkerfi lands og sjávar” sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita það ár.

Snorri hefur líka blandað sér í náttúruverndarumræðu á Íslandi í ræðu og riti og vorið 2015 var hann kjörinn formaður Landverndar.

 

Snorri Baldursson is a biologist with graduate studies in plant ecology and plant genetics from the University of Colorado and University of Copenhagen. After graduation he worked in research in the field of land reclamation and afforestation for 10 years. For the past two decades he has mainly worked in management in the field of natural history and conservation. Since 2010 Snorri has worked as park manager in Vatnajökull National Park.

In 2014 his book “Lífríki Íslands – vistkerfi lands og sjávar” was published and received the Icelandic Literature Prize for professional literature.

Snorri has been active in nature conservation and was in the spring of 2015 elected chairman of the environment association, Landvernd.