Líffræðiráðstefnan 2013

Síður tengdar líffræðiráðstefnunni 2013

Fréttabréf nóvembermánaðar 2013

Kæru félagsmenn Líffræðiráðstefnan var haldin 8. og 9. nóvember – um 200 framlög voru kynnt og yfir 300 manns sóttu fundinn, sem lukkaðist ágætlega. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í ráðstefnunni, á ballinu og/eða hjálpuðu til. Ómar Ragnarsson opnaði ráðstefnuna og nokkur yfirlitserindi voru flutt, m.a. af James Wohlschlegel og Þóru E. Þórhallsdóttur. […]

Fréttabréf nóvembermánaðar 2013 Read More »

Líffræðirannsóknir á Íslandi 2013 – viðurkenningar

  Á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands sem haldin var 8.- 9. nóvember 2013 veitti Líffræðifélag Íslands tveimur íslenskum vísindamönnum heiðursverðlaun. Bergljót Magnadóttir fékk viðurkenningu fyrir farsælan feril og Þórður Óskarsson viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns.   Bergljót Magnadóttir hefur verið brautryðjandi á sviði rannsókna er varða ósérhæfða ónæmiskerfið í fiski og þorskur hefur verið hennar

Líffræðirannsóknir á Íslandi 2013 – viðurkenningar Read More »

Ómar Ragnarsson opnaði líffræðiráðstefnuna

Líffræðiráðstefnan 2013 var haldin 8. og 9. nóvember síðastliðinn. Á ráðstefnunni voru kynntar margskonar rannsóknir á líffræði en umhverfismál voru einnig í sérstökum í brennidepli. Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og náttúruverndasinni, setti ráðstefnuna í með stuttu ávarpi og lestri á ljóðinu Aðeins ein jörð (Aðeins ein jörð) Aðeins ein jörð. Það er ekki´um fleiri´að ræða. Takmörkuð

Ómar Ragnarsson opnaði líffræðiráðstefnuna Read More »

Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands um meðferð stjórnvalda á umhverfismálum 2013

Til hæstvirts umhverfis- og auðlindaráðherra Reykjavík 15. nóvember 2013. Kæri Sigurður Ingi Jóhannsson. Erindi: Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands um meðferð stjórnvalda á umhverfismálum 2013. Stjórn Líffræðifélags Íslands hvetur stjórnvöld og Alþingi til að standa vörð um náttúru landsins. Við leggjum sérstaka áherslu á nokkur atriði á sviði umhverfismála. Í fyrsta lagi er mikilvægt að stækkun

Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands um meðferð stjórnvalda á umhverfismálum 2013 Read More »

Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands vegna samkeppnissjóða

Til hæstvirts mennta og menningarmálaráðherra Reykjavík 15. nóvember 2013 Kæri Illugi Gunnarson Erindi: Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands vegna samkeppnissjóða. Stjórn Líffræðifélags Íslands leggst harðlega gegn niðurskurði á samkeppnissjóðum Rannís, sem lagður er til í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Það er almennt viðurkennt að fjárfesting í grunnrannsóknum og tækniþróun með samkeppnissjóðum er góð leið til þekkingar- og verðmætasköpunar.

Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands vegna samkeppnissjóða Read More »

Yfirlitserindi um Náttúruvernd

Þóra Ellen Þórhallsdóttir hélt yfirlitserindi á líffræðiráðstefnunni sem kallaðist Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi. Leifur Hauksson tók viðtal við hana af þessu tilefni og var það flutt í útvarpsþættinum Sjónmál í dag (13. nóvember 2013). Á vef RÚV segir: Það er ekki tilefni til að afturkalla náttúruverndarlögin í heild segir Þóra

Yfirlitserindi um Náttúruvernd Read More »

Líffræðikórinn

Nú styttist í ráðstefnuna og haustfagnaðinn sem henni fylgir. Undanfarin ár hefur sú hefð skapast að stofna tækifæriskór til að syngja á haustfagnaðinum og skal nú þeirri hefð viðhaldið. Við bjóðum öllum söngfólki að koma og taka þátt, hvort sem það tístir eða kvakar, gaggar eða bauĺar. Æfingar verða 2 -3 í fyrstu viku nóvember

Líffræðikórinn Read More »

Skráning erinda og veggspjalda lokuð – almenn skráning opin

15. október var lokað fyrir skráningu ágripa fyrir veggspjöld og erindi fyrir líffræðiráðstefnuna sem haldin verður 8. og 9. nóvember næstkomandi. Endalegur fjöldi er um 110 erindi og 80 veggspjöld. Þrjú yfirlitserindi verða flutt á ráðstefnunni. Agnar Helgason fjallar um stofnerfðafræði mannsins og íslendinga (Dissecting the genetic history of a human population: A decade of

Skráning erinda og veggspjalda lokuð – almenn skráning opin Read More »