Líffræðikórinn

Nú styttist í ráðstefnuna og haustfagnaðinn sem henni fylgir.
Undanfarin ár hefur sú hefð skapast að stofna tækifæriskór til að syngja á haustfagnaðinum og skal nú þeirri hefð viðhaldið.
Við bjóðum öllum söngfólki að koma og taka þátt, hvort sem það tístir eða kvakar, gaggar eða bauĺar. Æfingar verða 2 -3 í fyrstu viku nóvember og svo verður talið í.
Kórstjóri verður Ólafur Héðinn Friðjónsson en nánari upplýsingar um æfingastað og stund verða sendar síðar.