Líffræðiráðstefnan verður haldin 14. – 16. október 2021 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu
Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.
Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 10. sinn í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu.
Á ráðstefnunni koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er eins og alltaf opin almennu áhugafólki um líffræði.
OPIÐ fyrir skráningu!!
Lokadrög að dagskrá aðgengileg!
The IceBio2021 conference will be held October 14 – 16
The IceBio Conference on Biology is held every two years and covers research on all aspects of biology in Iceland.
More information about the conference in English
Öndvegisfyrirlesarar
- Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar European Molecular Biology Laboratory (EMBL)
- Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu
- Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í plöntuvistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
- Detlev Arendt, þróunarlíffræðingur við European Molecular Biology Laboratory (EMBL) og heiðursprófessor við Rupprechts-Karl-Universität í Heidelberg
- Johannes Krause, prófessor í þróunarmannfræði við Max Planck Institute for Evolutionary Anthropology
- Haseeb Randhawa, lektor í sjávarlíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Sérstakar málstofur
- Kennsluaðferðir í líffræði – Örnámskeið um vistheimt á vegum Samlífs – samtaka líffræðikennara.
- Loftslagsbreytingar og skógrækt – málstofa um tækifæri og áskoranir í skóglausu landi. Valin erindi og umræður.
- BIODICE workshop – Kynning og pallborðsumræður um BIODICE – samstarfsverkefni um líffræðilega fjölbreytni.
Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.
Stjórn Líffræðifélagsins og skipulagsnefnd
Vísindanefnd fyrir Líffræðiráðstefnuna 2021