Þóra Ellen Þórhallsdóttir hélt yfirlitserindi á líffræðiráðstefnunni sem kallaðist Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi.
Leifur Hauksson tók viðtal við hana af þessu tilefni og var það flutt í útvarpsþættinum Sjónmál í dag (13. nóvember 2013). Á vef RÚV segir:
Það er ekki tilefni til að afturkalla náttúruverndarlögin í heild segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við HÍ sem sat í nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga. Hún segir jafnframt stöðu náttúruverndarmála á Íslandi í dag alls ekki nógu góða.
Hún bendir á að fé til náttúrverndarmála sé skorið grimmilega niður í fjárlögum. Hún telur að skoða þurfi friðlýsingar í nýju ljósi og hugsa þær út frá t.d.vistkerfum og vatnasvæðum, Sum vatna- og lindasvæði okkar séu einstök.
Hægt er að hlýða á viðtalið á vef RÚV, Náttúrufegurðin verður í askana látin.
Einnig má geta þess að stjórn Líffræðifélags Íslands sendi frá sér ályktun til stjórnvalda og hvatti þau til að staðfesta Náttúruverndarlögin.