Skráning hafin og framlengdur frestur fyrir ágrip / Registration for IceBio conference and extended abstract deadline

Kæru félagar

Frestur til að skila inn ágripum hefur verið framlengdur um nokkra daga, til miðnættis þriðjudagsins 19. september. Hættið nú þessu hangsi og sendið inn ágripið ykkar hér.  

Það er síðan búið að opna fyrir skráningu á Líffræðiráðstefnuna 2023. Allar upplýsingar á þessari síðu.

Við vekjum sérstaka athygli á að nú er að hægt að skrá sig sem virkur félagi í Líffræðifélaginu og greiða árgjald. Þetta er býsna stór breyting á starfi félagsins og hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Við vonum að sem flestir kjósi þennan möguleika, og fái á móti ráðstefnumiða með vænum afslætti, ókeypis inn á Haustfagnaðinn og fleira.
//

The abstract deadline has been extended by a few days. You have until midnight Tuesday September 19th to procrastinate that little bit more. Submit your abstract here.

We are pleased to announce that registration for IceBio2023 conference is now open. Full details on this page.

It is now possible to sign up as an active Society member and pay membership fees. This is a major change in how the Society operates and has been a long time coming. We hope that this will appeal to many or most of you. Especially since members get a healthy discount on conference tickets, free admission to the Society Party and more.


Stjórnin & skipulagsnefnd