Ráðstefnan að byrja – dagskrá komin í loftið og sérstakar málstofur / Conference about to start – schedule online and special seminars

Kæru félagar 

Nú er þetta að fara að skella á!  Líffræðiráðstefnan verður keyrð í gang eftir hádegi á fimmtudag. Dagskráin er aðgengileg hér.  Þar er að skoða dagskráryfirlitið, fletta í dagskránni og sækja ágrip, og auðvitað hlaða niður ráðstefnubæklingnum í heilu lagi á PDF-formi.

Heildarlistinn yfir öll veggspjöld með ágripum er líka kominn í loftið.

Breytingar á öndvegisfyrirlesurum: Benjamin og Benedikt hafa því miður forfallast, en Haseeb Randhawa formaður vísindanefndar ráðstefnunnar kemur um borð í staðinn.

Einnig vekjum við athygli á sérstökum málstofum á dagskrá í ár:

Kennsluaðferðir í líffræði  – Örnámskeið um vistheimt á vegum Samlífs – samtaka líffræðikennara.
Loftslagsbreytingar og skógrækt – málstofa um tækifæri og áskoranir í skóglausu landi. Valin erindi og umræður.
BIODICE vinnustofa um líffræðilega fjölbreytni
//

Things are heating up! Just a day until until IceBio2021 kicks off, we start Thursday afternoon. The full conference schedule is available here. There you can see the schedule overview at a glance, browse the full schedule and click to read abstracts, and download the full conference brochure as PDF. The complete list of posters with abstracts is also online.

Some changes to the invited speakers lineup: Benjamin og Benedikt unfortunately could not make it, but Haseeb Randhawa our chair of the conference scientific committee hops onboard instead. 

Also, we wish to draw your attention to several special seminars in this year’s  programme:

Teaching biology – short course by Samlíf
– Climate change and forestry – seminar by Skógræktin, the Icelandic Forest Service
– BIODICE workshop on biological diversity

Sjáumst á ráðstefnunni!! 
 
———————

Stjórn Líffræðifélags Íslands og skipulagsnefnd / The Icelandic Biological Society Board and organizing committe
Vísindanefnd fyrir Líffræðiráðstefnuna 2021 / Scientific Committee for IceBio2021

————————
Líffræðifélag Íslands skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.

https://biologia.is/liffraediradstefnan-2021/styrktaradilar