Doktorsnemi í kerfislíffræðilegri greiningu á ónæmissvörum nýbura við ónæmisfræðideild LSH og lífvísindaseturs HÍ.
Auglýst er eftir doktorsnema í rannsókn á ónæmissvörum nýburamúsa með kerfislíffræðilegri greiningu undir leiðsögn Ingileifar Jónsdóttur, prófessors og Dr. Stefaníu P. Bjarnarson, nýdoktors. Rannsóknin verður unnin í nánu samstarfi við vísindamenn við Háskólann í Gautaborg, Svíþjóð. Leitað er eftir áhugasömum nemanda með góða grunnþekkingu í ónæmisfræði og reynslu af einangrun, svipgerðargreiningu og ræktun frumna, ELISA mælingum og dýratilraunum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ensku og góða samskiptahæfni. M.Sc. próf er æskilegt.
Um verkefnið: Ónæmiskerfi nýbura er vanþroska, sem eykur hættu á sýkingum og lélegu ónæmissvari við bólusetningum. Mótefnasvör eru lág, virkjun kímmiðjahvarfs er takmörkuð vegna vanþroska angafrumna eitilbúa (FDC), myndun fárra minnisfrumna og mótefnaseytandi frumna (AbSC). Við höfum sýnt að ónæmisglæðirinn LT-K63, flýtir þroskun FDC og eykur lifun AbSC. Heildargenatjáning verður metin með örflögutækni í vef á stungustað, í eitlum og milta eftir bólusetningu nýburamúsa, með bóluefni með og án LT-K63 eða annara ónæmisglæða. Kerfislíffræðilegri greiningu verður beitt til að greina genatjáningarmynstur og líffræðilega ferla í tengslum við áhrif ónæmisglæðanna á svipgerð og starfsgetu ónæmisfrumna, s.s. kímmiðjuhvarf, þroskun FDC, AbSC í milta og beinmerg útfrá niðurstöðum úr nýdoktorsrannsókn sem er unnið að samhliða. Þessi kerfislíffræðilegri nálgun mun auka skilning á því hvernig má yfirvinna takmarkanir í ónæmissvörum nýbura og stuðla að þróun betri bóluefna og bólusetningaleiða fyrir ungviði.
Ingileif Jónsdóttir (Ingileif@lsh.is, ingileif@decode.is) veitir frekari upplýsingar. Verkefnið hefur hlotið doktorsstyrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2015.
PhD project in immunology
PhD student in systems biology of neonatal vaccine responses at the Department of Immunology of Landspitali, the National University Hospital and the Bioedical Center, University of Iceland
A PhD project in research on neonatal immune response using systems biology approach, under the supervision of professor Ingileif Jónsdóttir and Dr. Stefanía P. Bjarnarson, post-doc, is open for applcations. The project will be conducted in close collaboration with scientists at University of Gothenburg, Sweden. We search for a motivated student with solid knowledge in immunology and experience of isolation, phenotyping and culture of cells, ELISA and animal experiments. The applicant must be fluent in English and have good communication skills. M.Sc. degree is an advantage.
About the project: Immaturity of the neonatal immune system contributes to high susceptibility to infections and poor vaccine responses. Antibody (Ab) responses are low, germinal center (GCs) activation is limited due to poorly developed follicular dendritic cells (FDCs), resulting in few memory cells and antibody secreting cells (AbSC). We showed that the adjuvantLT-K63 accelerates neonatal FDC maturation and enhances AbSC survival. Whole mouse genome expression will be analysed in neonatal mouse tissues 0-96h from immunization to determine transcriptomic signatures at injection site, draining lymph nodes and spleen induced by vaccine alone or with novel adjuvants. .
Systems immunology approach will be applied to analyse transcriptomic signatures and pathways in relation to the effects of the adjuvant on neonatal immune functions; GC reaction, FDC maturation, AbSC in spleen and bone marrow, using results from a parallel post-doc project. This systems immunology approach will increase our understanding of how to overcome the limitations of the neonatal immune system and advance the development of improved vaccination strategies in early life.
Ingileif Jónsdóttir (Ingileif@lsh.is, ingileif@decode.is) provides further information. The project is supported by doctoral grant of The University of Iceland. Application deadline is 15. July 2015.