Kæru félagsmenn
Líffræðiráðstefnan var haldin 8. og 9. nóvember – um 200 framlög voru kynnt og yfir 300 manns sóttu fundinn, sem lukkaðist ágætlega. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í ráðstefnunni, á ballinu og/eða hjálpuðu til. Ómar Ragnarsson opnaði ráðstefnuna og nokkur yfirlitserindi voru flutt, m.a. af James Wohlschlegel og Þóru E. Þórhallsdóttur.
https://biologia.is/2013/11/21/omar-ragnarsson-opnadi-liffraediradstefnuna/
Bergljót Magnadóttir hlaut heiðursviðurkenningu félagsins og Þórður Óskarsson viðurkenningu ungs vísindamanns. Bergljót hélt ljómandi fínt erindi á ráðstefnunni, en Þórður mun kynna sín vísindi á dagsfundi um sameindalíffræði hérlendis 2014.
https://biologia.is/2013/11/25/liffraedirannsoknir-a-islandi-2013-vidurkenningar/
Stjórn Líffræðifélagsins ákvað að senda frá sér tvær ályktanir í kjölfar ráðstefnunar um mál er varða líffræðinga og íslenskt vísindaumhverfi.
Ályktun stjórnar um meðferð stjórnvalda á umhverfismálum
https://biologia.is/2013/11/15/alyktun-stjornar-liffraedifelags-islands-um-medferd-stjornvalda-a-umhverfismalum-2013/
Ályktun stjórnar vegna samkeppnissjóða
https://biologia.is/2013/11/15/alyktun-stjornar-liffraedifelags-islands-vegna-samkeppnissjoda/
Að síðustu viljum við benda á spennandi erindi sem verður næstkomandi föstudag 29. nóv 2013.
Dr. Hernán A. Burbano from the Max Planck í Leipzig will talk about Herbarium (meta) genomics: bringing ancient DNA plant research to the genomics era in a talk the 29th of November 2013, in the Decode genetics auditorium (14:10).
Þeir sem hefðu áhuga á að koma efni á framfæri við félagsmenn geta sent okkur póst (til undirritaðs, spd@gresjan.is eða lif@gresjan.is).
Fréttabréf er sent u.þ.b. mánaðarlega.
mbkv,
Arnar
E.s. – nokkrar ágripabækur eru afgangs, þær fást á 500 kr.
https://biologia.is/2013/11/15/afgangs-agripabaekur-a-utsolu/