Undirskriftarsöfnun vegna samkeppnissjóða

Kæru félagar

Til þess að hvetja stjórnvöld til að hugsa til framtíðar og draga til baka fyrirhugaðan niðurskurð til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs, hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun:

Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda

Ætlunin er að birta hana opinberlega í næstu viku og senda til þingmanna. Því er mikilvægt að undirskriftasöfnunin nái til sem flestra til þess að hún hafi sem mest áhrif.

Stjórn líffræðifélagsins sendi nýverið frá sér ályktun vegna samkeppnissjóða.