Ráðherra afhentar undirskriftir vísindamanna

Á 95 ára afmælisfagnaði Vísindafélags Íslendinga afthenti Þórarinn Guðjónsson forseti félagsins mennta- og menningamálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, rúmlega 1000 undirskriftir vísindamanna sem mótmæltu skertu framlagi í fjárlagafrumvarpi 2014 til samkeppnissjóða Rannís. Benti Þórarinn á að stefna Vísinda- og tækniráðs snerti hvern einasta vísindamann í landinu og mikilvægi þess að markmiðum stefnunnar sé haldið á lofti og eftirfylgni gætt. 

Vísinda- og tækniráð starfar samkvæmt lögum frá 2003 og frá þeim tíma hefur ráðið lagt fram 4 stefnur. Rauði þráðurinn í gegnum allar þessar stefnur er efling samkeppnissjóðanna enda eru vísindamenn ekki bara hér heldur á alþjóðavísu sammála um að þetta séu langöflugustu verkfærin til að efla vísindi og hámarka nýtingu þess þekkingarkrafts sem býr í vísindamönnum. Í stuttu máli hefur markmiðum þessara stefna aldrei verið náð sem endurspeglast svo greinilega í nýustu stefnu ráðsins. Órói vísindamanna undanfarna daga og vikur er tilkominn vegna þess að þeir sjá svo greinilega við lestur fjárlagafrumvarpsins að útilokað er að framkvæma þessa stefnu nema eitthvað breytist.

Þórarinn gerði nánar grein fyrir málinu í útvarpsviðtali í þættinum Sjónmál á Rás 1 9. desember.

Einnig var rætt við hann í Býtinu á Bylgjunnii 4. desember.

Þessi umfjöllun birstist fyrst á vef Lífvísindaseturs HÍ