15. október var lokað fyrir skráningu ágripa fyrir veggspjöld og erindi fyrir líffræðiráðstefnuna sem haldin verður 8. og 9. nóvember næstkomandi. Endalegur fjöldi er um 110 erindi og 80 veggspjöld.
Þrjú yfirlitserindi verða flutt á ráðstefnunni.
Agnar Helgason fjallar um stofnerfðafræði mannsins og íslendinga (Dissecting the genetic history of a human population: A decade of research about Icelanders).
James Wohlschlegel fjallar um prótínrannsóknir á járnbúskap og DNA viðgerð (Proteolytic Control of Iron Metabolism and DNA Repair).
Þóra Ellen Þórhallsdóttir mun ræða stöðu náttúruverndar á Íslandi (Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi).
Það verða nokkrar sérstakar málstofur, eins og 9 erindi um líffræðikennslu skipulögð í samstarfi við Samtök líffræðikennara, 5 erindi um líf í Surtsey og 2 stór erindi um veiðar og nýtingu villtra dýra og fugla.