Frestur framlengdur til 15. okt 2013

Vegna fjölda áskoranna hefur frestur til að skila ágripum á líffræðiráðstefnuna verið framlengdur til 15. október 2013.
http://lif.gresjan.is/2013

Allir þátttakendur fá eintak af dagskrá en við bjóðum einnig hefti með ágripum gegn vægu gjaldi (1000 kr. borgað á staðnum). Þeir sem vilja panta eintak/eintök af ágripabók skulu senda pöntun á agripabok@gresjan.is (ATH: Ágripabókin verður einnig aðgengileg á netinu).

Skemmtinefndin vill minna á að Haustfagnaðurinn verður haldinn að kvöldi 9. nóvember. Uppástungur um skemmtiatriði eru vel þegnar, vinsamlegast sendið póst á log3@hi.is.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, sem haldin verður 8. og 9. nóvember í húsakynnum ÍE og Öskju náttúrufræðihúsi HÍ, má finna á nýjum vef Líffræðifélags Íslands https://biologia.is

———–

The registration deadline for the Biology in Iceland conference has been extended to October 15th 2013.
http://lif.gresjan.is/2013

Abstracts will be available online, but those who want a hardcopy of the abstractbook can place an order by email to agripabok@gresjan.is. (1000 ISK, paid on site).

The Fallball of the Biological society will on the evening of November 9th. Suggestions or volunteers for entertainment please email log3@hi.is.

Further info on https://biologia.is