Um félagið
Líffræðifélag Íslands var stofnað í Reykjavík árið 1979 í þeim tilgangi að “auka þekkingu á líffræði, auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga, og tengsl þeirra við erlenda aðila með svipuð áhugamál”.
Aðalverkefni félagsins í gegnum tíðina hefur verið að skipuleggja viðburði af ýmsu tagi. Síðan 2009 hefur Líffræðiráðstefnan verið haldin annað hvert ár og er hún uppistaðan í starfsemi félagsins. Líffræðingar eru alkunnt gleði- og skemmtanafólk og stendur félagið ávallt fyrir Haustfagnaði í kjölfar ráðstefnunnar. Lesa meira
Hægt er að skrá sig formlega í Líffræðifélagið sem virkur félagi og greiða árgjald. Virkir félagar fá sérkjör á miðum á Líffræðiráðstefnuna, ókeypis aðgang að Haustfagnaðinum o.fl. Lesa meira.
Stjórn félagsins er skipuð sjö manns úr bæði akademíu og einkageiranum. Lesa meira.

Nýjustu fréttir
- Aðalfundur 2025 / Annual General Meeting 2025*English below* Kæru félagar Aðalfundur Líffræðifélagsins verður haldinn föstudag 10. október kl 12:30 í Tjarnarsal Íslenskrar Erfðagreiningar. Eins og þegar var auglýst á vef okkar er aðalfundurinn hluti af dagskrá Líffræðiráðstefnunnar 2025 . Virkir félagar geta sótt fundinn og verður hádegisverður í boði. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf: Skýrsla stjórnar Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins Kosning stjórnar… Read more: Aðalfundur 2025 / Annual General Meeting 2025
- Framlengdur skilafrestur ágripa / Extended abstract deadlineKæru félagar Vegna fjölda fyrirspurna og áskorana höfum við ákveðið að framlengja skilafrest ágripa um örfáa daga – hann er nú til og með 10. september næstkomandi. Skráning er í fullum gangi og snemmskráningarafsláttur í gildi til og með 2. október, sjá nánari upplýsingar hér. Stjórnin & skipulagsnefnd // The abstract submission deadline has been extended… Read more: Framlengdur skilafrestur ágripa / Extended abstract deadline
- Skráning hafin! / Registration now open!Kæru félagar Nú erum við búin að opna fyrir skráningu á Líffræðiráðstefnuna 2025! Nokkur lykilatriði til að hafa í huga þegar þið kaupið miða á herlegheitin: – Virkir félagar fá afslátt af ráðstefnugjöldum og ókeypis inn á haustfagnað félagsins. Hægt er að kaupa félagsaðild til 2ja ára og miða saman í pakka á tilboðsverði. Skráið ykkur… Read more: Skráning hafin! / Registration now open!
- Líffræðiráðstefnan 2025 – opnað fyrir innsendingu ágripa / Abstract submission for IceBio2025 openKæru félagar. Nú lifnar allt við hjá okkur eftir sumarfríið! Við höfum opnað fyrir innsendingu ágripa fyrir erindi og veggspjöld á Líffræðiráðstefnunni 2025. Frestur er til miðnættis 5. september. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum á þessari síðu: Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna um miðjan september eins og venjulega. Við hvetjum fólk til að kynna líffræðirannsóknir sínar með erindum… Read more: Líffræðiráðstefnan 2025 – opnað fyrir innsendingu ágripa / Abstract submission for IceBio2025 open