Um félagið
Líffræðifélag Íslands var stofnað í Reykjavík árið 1979 í þeim tilgangi að “auka þekkingu á líffræði, auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga, og tengsl þeirra við erlenda aðila með svipuð áhugamál”.
Aðalverkefni félagsins í gegnum tíðina hefur verið að skipuleggja viðburði af ýmsu tagi. Síðan 2009 hefur Líffræðiráðstefnan verið haldin annað hvert ár og er hún uppistaðan í starfsemi félagsins. Líffræðingar eru alkunnt gleði- og skemmtanafólk og stendur félagið ávallt fyrir Haustfagnaði í kjölfar ráðstefnunnar. Lesa meira
Hægt er að skrá sig formlega í Líffræðifélagið sem virkur félagi og greiða árgjald. Virkir félagar fá sérkjör á miðum á Líffræðiráðstefnuna, ókeypis aðgang að Haustfagnaðinum o.fl. Lesa meira.
Stjórn félagsins er skipuð sjö manns úr bæði akademíu og einkageiranum. Lesa meira.

Nýjustu fréttir
- Líffræðiráðstefnan 2025 – opnað fyrir innsendingu ágripa / Abstract submission for IceBio2025 openKæru félagar. Nú lifnar allt við hjá okkur eftir sumarfríið! Við höfum opnað fyrir innsendingu ágripa fyrir erindi og veggspjöld á Líffræðiráðstefnunni 2025. Frestur er til miðnættis 5. september. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum á þessari síðu: Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna um miðjan september eins og venjulega. Við hvetjum fólk til að kynna líffræðirannsóknir sínar með erindum… Read more: Líffræðiráðstefnan 2025 – opnað fyrir innsendingu ágripa / Abstract submission for IceBio2025 open
- Líffræðiráðstefnan 2025 – öndvegisfyrirlesarar, sérstakar málstofur og fleira / IceBio2023 – plenary speakers, special seminars and moreKæru félagar Þetta er síðasta skeyti frá okkur í stjórn fyrir sumarfrí, og það er aldeilis stútfullt af upplýsingum um ráðstefnuna í haust og fleira. ## Styrktarsjóðurinn – fyrsta úthlutun ## Níu umsóknir um Könnuðarstyrk Líffræðifélagsins bárust á vormánuðum. Tvö rannsóknarverkefni hljóta í ár hvort um sig styrk að upphæð 200.000kr: – Hrygningar- og uppeldisstöðvar bleikju… Read more: Líffræðiráðstefnan 2025 – öndvegisfyrirlesarar, sérstakar málstofur og fleira / IceBio2023 – plenary speakers, special seminars and more
- Kynning á verðlaunahöfum Könnuðarstyrksins!Eins og áður var tilkynnt bárust níu umsóknir um Könnuðarstyrk til félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem styrknum er úthlutað, en framtakið er samstarfsverkefni Líffræðifélags Íslands og Les Amis de Jean-Baptiste Charcot og er auk þess styrkt af Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Allar umsóknir voru yfirfarnar af stjórn Líffræðifélagsins og verkefnin rædd með stjórn Les Amis… Read more: Kynning á verðlaunahöfum Könnuðarstyrksins!
- Skilafrestur fyrir styrktarumsókn á morgun!Við minnum á að skilafrestur umsókna til Könnuðarstyrk Líffræðifélagsins og Les Amis de Jean Baptiste Charcot er á morgun (fyrir lok 15. apríl)! Vegna framlags Félag Íslenska Náttúrufræðinga hefur sjóðurinn tvöfaldast í 400.000 kr. og við getum því styrkt fleiri verkefni en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við hvetjum alla Meistara- og Doktorsnema að bíða ekki boðanna… Read more: Skilafrestur fyrir styrktarumsókn á morgun!