Um félagið
Líffræðifélag Íslands var stofnað í Reykjavík árið 1979 í þeim tilgangi að “auka þekkingu á líffræði, auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga, og tengsl þeirra við erlenda aðila með svipuð áhugamál”.
Aðalverkefni félagsins í gegnum tíðina hefur verið að skipuleggja viðburði af ýmsu tagi. Síðan 2009 hefur Líffræðiráðstefnan verið haldin annað hvert ár og er hún uppistaðan í starfsemi félagsins. Líffræðingar eru alkunnt gleði- og skemmtanafólk og stendur félagið ávallt fyrir Haustfagnaði í kjölfar ráðstefnunnar.
Lesa meira
Nýjustu fréttir
- Gleðileg jól nær og fjærStjórn Líffræðifélagsins óskar félögum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
- Ráðstefnu lokið – TAKK FYRIR! / Conference over – THANK YOU!Líffræðifélagið vill þakka öllum félögum fyrir frábæra ráðstefnu. Takk kærlega fyrir komuna og vonandi skemmtu þið ykkur vel!//The Biology Society wants to thank you all for attending the conference and making the event a great success. We hope you all had a good time!
- Ráðstefnan að byrja – dagskrá komin í loftið og sérstakar málstofur / Conference about to start – schedule online and special seminarsKæru félagar Nú er þetta að fara að skella á! Líffræðiráðstefnan verður keyrð í gang eftir hádegi á fimmtudag. Dagskráin er aðgengileg hér. Þar er að skoða dagskráryfirlitið, fletta í dagskránni og sækja ágrip, og auðvitað hlaða niður ráðstefnubæklingnum í heilu lagi á PDF-formi. Heildarlistinn yfir öll veggspjöld með ágripum er líka kominn í loftið. Breytingar …
- Aðalfundur haldinn laugardaginn 16. okt við lok ráðstefnunnarLaugardaginn 16. október 2021 verður aðalfundur Líffræðifélags Íslands haldinn kl. 17:30, við lok Líffræðiráðstefnunnar. Dagskrá aðalfundar a. Skýrsla stjórnar b. Lagður fram ársreikningurc. Kosning stjórnar d. Önnur mál Stjórnin