Sjálfbærniráðstefna Háskólans á Akureyri – Streymi!

Sjálfbærniráðstefnan verður haldin á vegum Umhverfisráðs Háskólans á Akureyri n.k. föstudag, þann 12. apríl og mun Líffræðifélagið standa fyrir streymi í stofu 311 í Árnagarði. Á ráðstefnunni verða margvísleg spennandi málefni á dagskrá og fyrirlestrar á borð við:
 
“Emission-free Icelandic fisheries. How long to wait?”
 
“Towards Marine Conservation and Sustainability in a Dynamic Area in Iceland: The Case of Skjálfandi Bay”
 
“Epibiotic fauna of cetaceans and sea turtles as indicators”
 
“The Complex Relationship of Sustainability and Wilderness: Illustrated Through the Icelandic Case”
 
“Wishcycling”
 
Og margt fleira! Gestum gefst færi á að senda spurningar til fyrirlesara og auðvitað ræða málin sín á milli, ásamt því að væta kverkarnar með kaffi og gleðja bragðlaukana með sætabrauði.
 
Streymið hefst kl.09:00 og stendur til kl.17:00. Frítt inn!

Athugið að fyrirlestrar verða haldnir á ensku.