Ávarp forsetans og umfjöllun um ráðstefnuna í útvarpi

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hélt frábært ávarp þegar hann opnaði Líffræðiráðstefnuna. Um það er fjallað á vefsíðu forsetaembættisins.

Samfélagið frá Rás 1 var mætt í Öskju á föstudeginum og sendi út beint frá viðburðinum. Þau gripu nokkra í viðtal, þar með talda Ásthildi úr stjórn Líffræðifélagsins og nokkra af fyrirlesurunum.