Líffræðiráðstefnan verður haldin 26. – 28. október 2017 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu
Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.
Búið er að loka fyrir innsendingu ágripa fyrir erindi og veggspjöld.
Dagskrá ráðstefnunar er aðgengileg hér.
Nánar upplýsingar verða birtar á vefnum á næstunni.
IceBio2017 – the biannual Conference on Biology in Iceland will be held 26-28 October 2017.
Abstract submission for posters and talks is now closed.
Conference schedule is available here.
[alert type=”muted” close=”true” heading=”About the conference”]
Information about the conference in English.
[/alert]
Eftirfarandi öndvegisfyrirlesarar hafa þegið boð um að flytja erindi á ráðstefnunni:
– Gísli Másson, lífupplýsingafræðingur. Forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs Íslenskrar Erfðagreiningar.
– Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur. Forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
– Hjálmar Hátún, hafeðlisfræðingur. Sérfræðingur við Færeysku hafrannsóknastofnunina.
– Jean-Philippe Bellenger, lífefnafræðingur. Prófessor við University of Sherbrooke.
– Margrét H. Ögmundsdóttir, frumulíffræðingur. Rannsóknarsérfræðingur við Lífvísindasetur Háskóla Íslands.
Að lokinni ráðstefnu, laugardagskvöldið 28. október, verður haldinn haustfagnaður félagsins á Ægisgarði, Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík.
Líffræðifélag Íslands skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Líffræðistofu HÍ, Lífvísindasetur HÍ, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands. Meira um styrktaraðila okkar.
Stjórn Líffræðifélags Íslands og skipulagsnefnd:
Lísa Anne Libungan, Hlynur Bárðarson, Guðmundur Á. Þórisson, Hrönn Egilsdóttir og Eva María Sigurbjörnsdóttir.
Varamaður í stjórn: Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir.