Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 9. sinn, dagana 17. – 19. október í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu.
Hér koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun opna ráðstefnuna að morgni fimmtudags 17. október í sal Íslenskrar Erfðagreiningar. Ráðstefnan endar svo á hinum goðsagnakennda Haustfagnaði Líffræðifélagsins laugardagskvöldið 19. október á Bryggjunni Brugghús við Grandagarð 8, 101 Reykjavík.
Dagskrá ráðstefnunar er aðgengileg hér.
IceBio2019 – the biennial Conference on Biology in Iceland will be held 17-19 October
More information about the conference in English
Öndvegisfyrirlesarar
- Christina Hvilsom, erfðafræðingur hjá Copenhagen Zoo
- Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands
- Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
- Mary I. O’Connor, Associate Professor & Associate Director, Hakai Institute, University of British Columbia
- Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði við Líf- og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
- Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi
Sérstakar málstofur og sýningar
Vísindamiðlun I: Yourself, your science and your story – málstofa ætluð framhaldsnemum og ungum vísindamönnum. Fer fram á ensku.
Vísindamiðlun II: Pallborðsumræður – fjölmiðlafólk og vísindamenn mæta til leiks og ræða hvernig best sé fyrir vísindamenn að koma efninu sínu á framfæri við almenning. Fer fram á íslensku og verður opin almenningi á meðan húsið leyfir.
Líf í list – sýning sem haldin er nú í fyrsta skipti. Ráðstefnugestir sýna sköpunarverk sín. Verkin geta verið hvað sem er sem fellur undir skilgreininguna að vera „líf í list“, allt frá ljósmyndum af frumum og öðrum lífverum – upp í ljóð um heilu vistkerfin.
Örnámskeið um kolefnisjöfnun – haldið á vegum Samlíf, samtaka líffræðikennara. Stefán Gíslason frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) mun flytja erindið „Ekki er öll kolefnisjöfnun eins“ þar sem hann kynnir ólíkar aðferðir í kolefnisjöfnun og reikniaðferðir sem handhægar eru í kennslustofunni.
Líffræðifélag Íslands skipuleggur Líffræðiráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.