Umsjónarmaður

Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar

Edda Sigurdís Oddsdóttir sérfræðingur á hjá Skórækt ríkisins að Mógilsá mun flytja föstudagserindi líffræðistofu. Rannsóknir Eddu snúast um líffræði hryggleysingja í jarðvegi og gróðurlendi á Íslandi. Erindið fjallar um Skaðvalda á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar.   Föstudagur,  5. feb. 2016 – 12:30 Askja Stofa 131.   Í fyrirlestrinum verður farið […]

Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar Read More »

Doktorsvörn 29. janúar Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun

Ari Jón Arason ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum föstudaginn 29. janúar næstkomandi. Ritgerðin ber heitið: Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun – The functional role of human bronchial derived basal cells in regeneration and fibrosis. Andmælendur eru dr. Emma Rawlins, dósent við Háskólann í Cambridge, og dr. Arnar Pálsson, dósent við

Doktorsvörn 29. janúar Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun Read More »

Erindi HÍN 25. janúar – nýju náttúruverndarlögin

„Nýju náttúruverndarlögin“ Aagot Vigdís Óskarsdóttir flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 25. janúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Ágrip af erindi: „Ný náttúruverndarlög tóku gildi 15. nóvember sl. Um frumvarpið, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, sköpuðust

Erindi HÍN 25. janúar – nýju náttúruverndarlögin Read More »

Flott rannsókn um erfðir álóttra hesta

Freyja Imsland stundar rannsóknir á literfðum hesta í Svíþjóð, með Leif Andersson og félögum. Nýjasta rannsókn hennar fjallar um erfðir álótta mynstursins, þar sem dökk rák liggur eftir baki hestins og faxið verður tvílitur kambur. Rúv fjallaði um rannsóknina í gær. Nýjar upplýsingar á sviði litlíffræði sýna hvernig hestar töpuðu felulitunum sem einkenndu þá í

Flott rannsókn um erfðir álóttra hesta Read More »

Doktorsvörn 21. des. Áhrif stað- og svæðisbundinna mótunarþátta á tegundafjölbreytni plantna í túndrulandslagi

Mánudaginn 21. desember ver Martin A. Mörsdorf doktorsritgerð sína í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif stað- og svæðisbundinna mótunarþátta á tegundafjölbreytni plantna í túndrulandslagi (Effects of local and regional drivers on plant diversity within tundra landscapes). 21. desember 2015 – 14:00 Askja stofa 132 Andmælendur eru dr. Martin Zobel, prófessor

Doktorsvörn 21. des. Áhrif stað- og svæðisbundinna mótunarþátta á tegundafjölbreytni plantna í túndrulandslagi Read More »

Sigríður Helga Þorbjarnardóttir – minningarorð

Við minnumst Sigríðar Helgu Þorbjarnardóttur með hlýju og þakklæti. Hún var dásamleg kona og fjölhæf með eindæmum, göngugarpur og ferðafrömuður, hafði náðargáfu fyrir sameindalíffræði, kennari af guðs náð og farsæll formaður Líffræðifélags Íslands. Margir voru þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga með Siggu á vegum Ferðafélagsins eða í öðrum ferðum um nágrenni Reykjavíkur. Ferðir sameindahópsins t.d.

Sigríður Helga Þorbjarnardóttir – minningarorð Read More »

Styðjum náttúruminjasafnið – hluthafar í Perluvinum

Náttúruminjasafn Íslands hefur verið á hrakhólum eða teikniborði í áratugi. Nýtt framtak félagsmanna í HÍN og annara hollvina safnsins var að stofna hlutafélag sem stendur straum að stofnkostnaði við uppbyggingu og hönnun safnsins. Bréf þess efnis barst félagsmönnum í HÍN, og hvetjum við sem flesta til að leggja málinu lið. —————- Hvatning til félagsmanna í

Styðjum náttúruminjasafnið – hluthafar í Perluvinum Read More »

Öndunarfæri landsins og endurheimt votlendis

Hlynur Óskarsson, vistfræðingur, ræddi endurheimt votlendis á Morgunvaktinni á Rás 1 fyrsta desember 2015. Mýrarnar eru öndunarfæri landsins | RÚV Einnig var talað við Sigurkarl Stefánsson um endurheimt á votlendi á Snæfellsnesi. Fljótvirk og áhrifarík aðferð Af vef RÚV Endurheimt votlendis er fljótvirk og áhrifarík aðferð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eins og koltvísýrings

Öndunarfæri landsins og endurheimt votlendis Read More »

Loftslagsganga sunnudaginn 29. nóvember

Loftslagsganga á sunnudaginn – ákall frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þann 29. nóvember ætlar almenningur um heim allan að flykkjast út á götu og krefjast aðgerða í loftslagsmálum fyrir fund Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember, en markmið fundarins er að þjóðir heimsins nái bindandi samkomulagi um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Við ætlum líka að

Loftslagsganga sunnudaginn 29. nóvember Read More »