admin

Líffræðipeysur til 8. apríl

Í þessari viku ætla líffræðinemar að selja þessar ótrúlega fallegu líffræðihettupeysur með glænýju logoi sem Petrún hannaði Peysurnar eru í stærðunum S, M, L, XL og XXL. Þær kosta 3900kr án rennilás og 4900kr með rennilás. Þær eru 50% bómull og 50% polyester. Hægt verður að máta peysurnar í Öskju á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 4. […]

Líffræðipeysur til 8. apríl Read More »

Hellableikja við Mývatn – spennandi doktorsverkefni

Í hraunhellum við Mývatn finnast dvergbleikjur, sem virðast fjarskyldar þeim bleikjum sem finnast í vatninu sjálfu. Hellarnir eru margir mjög litlir og flestir töluvert einangraðir. Bjarni K. Kristjánsson, Camille Leblanc, Skúli Skúlason og Árni Einarsson stunda rannsóknir á vistfræði og þróunarfræði þessara fiska, með merkingum, atferlisgreiningum, erfðafræði og líkanagerð. Hópurinn leitar nú að nemendum í

Hellableikja við Mývatn – spennandi doktorsverkefni Read More »

Ph.D. Scholarship: Population genomics of brown trout in Iceland

Ph.D. Scholarship: Population genomics of brown trout in Iceland, – genetic foot-prints of colonization and ecological diversification in novel habitats How flexible are the ecologically important traits of colonizing species? What is the role of isolation, adaptation and gene flow for diversification in novel habitats? The Ph.D. project utilizes the fact that in Iceland brown

Ph.D. Scholarship: Population genomics of brown trout in Iceland Read More »

Fréttabréf: Jane Goodall, doktorsvarnir og aðalfundur líffræðifélagsins

Fréttabréf líffræðifélagsins. Starf félagsins hefur verið með rólegra móti þetta árið. Félagið tekur þátt í skipulagningu heimsóknar Jane Goodall, sem mun heimsækja landið 13-15. júní n.k. Nánari upplýsingar berast síðar. Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður í aprílbyrjun, dagsetning ekki enn ákveðin en hugmyndin er að hafa fræðslufund og einhverjar hressingar. Undirritaður mun ganga úr stjórn en

Fréttabréf: Jane Goodall, doktorsvarnir og aðalfundur líffræðifélagsins Read More »

Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar

Edda Sigurdís Oddsdóttir sérfræðingur á hjá Skórækt ríkisins að Mógilsá mun flytja föstudagserindi líffræðistofu. Rannsóknir Eddu snúast um líffræði hryggleysingja í jarðvegi og gróðurlendi á Íslandi. Erindið fjallar um Skaðvalda á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar.   Föstudagur,  5. feb. 2016 – 12:30 Askja Stofa 131.   Í fyrirlestrinum verður farið

Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar Read More »

Doktorsvörn 29. janúar Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun

Ari Jón Arason ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum föstudaginn 29. janúar næstkomandi. Ritgerðin ber heitið: Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun – The functional role of human bronchial derived basal cells in regeneration and fibrosis. Andmælendur eru dr. Emma Rawlins, dósent við Háskólann í Cambridge, og dr. Arnar Pálsson, dósent við

Doktorsvörn 29. janúar Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun Read More »

Erindi HÍN 25. janúar – nýju náttúruverndarlögin

„Nýju náttúruverndarlögin“ Aagot Vigdís Óskarsdóttir flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 25. janúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Ágrip af erindi: „Ný náttúruverndarlög tóku gildi 15. nóvember sl. Um frumvarpið, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, sköpuðust

Erindi HÍN 25. janúar – nýju náttúruverndarlögin Read More »

Flott rannsókn um erfðir álóttra hesta

Freyja Imsland stundar rannsóknir á literfðum hesta í Svíþjóð, með Leif Andersson og félögum. Nýjasta rannsókn hennar fjallar um erfðir álótta mynstursins, þar sem dökk rák liggur eftir baki hestins og faxið verður tvílitur kambur. Rúv fjallaði um rannsóknina í gær. Nýjar upplýsingar á sviði litlíffræði sýna hvernig hestar töpuðu felulitunum sem einkenndu þá í

Flott rannsókn um erfðir álóttra hesta Read More »

Doktorsvörn 21. des. Áhrif stað- og svæðisbundinna mótunarþátta á tegundafjölbreytni plantna í túndrulandslagi

Mánudaginn 21. desember ver Martin A. Mörsdorf doktorsritgerð sína í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif stað- og svæðisbundinna mótunarþátta á tegundafjölbreytni plantna í túndrulandslagi (Effects of local and regional drivers on plant diversity within tundra landscapes). 21. desember 2015 – 14:00 Askja stofa 132 Andmælendur eru dr. Martin Zobel, prófessor

Doktorsvörn 21. des. Áhrif stað- og svæðisbundinna mótunarþátta á tegundafjölbreytni plantna í túndrulandslagi Read More »