Skaðvaldar á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar

Edda Sigurdís Oddsdóttir sérfræðingur á hjá Skórækt ríkisins að Mógilsá mun flytja föstudagserindi líffræðistofu. Rannsóknir Eddu snúast um líffræði hryggleysingja í jarðvegi og gróðurlendi á Íslandi. Erindið fjallar um Skaðvalda á trjám í fortíð, nútíð og framtíð – áhrif hlýnunar.
 
Föstudagur,  5. feb. 2016 – 12:30 Askja Stofa 131.
 

Í fyrirlestrinum verður farið stuttlega yfir landnámssögu nýrra liðdýrategunda sem lifa á trjám og runnum á Íslandi og breytingar á faraldsfræði þeirra. Frá byrjun tuttugustu aldar til ársins 2012 hafa alls 27 slíkar tegundir numið hér land. Ein þessara tegunda, furulús, er talin hafa verið meginorsakavaldur að dauða nær allrar skógarfuru hér á landi. Hraði landnáms reyndist vera mestur á hlýskeiðum og skordýrafaraldrar í birkiskógum reyndust einnig vera mestir á hlýskeiðum. Eftir 1990 hafa orðið verulegar breytingar á faraldsfræði annarra meindýra í skógum hér á landi og verður þeim gerð skil í fyrirlestrinum.

Fyrirlesturinn byggir á greininni “New arthropod herbivores on trees and shrubs in Iceland and changes in pest dynamics: A review” sem birtist í Icelandic Agricultural Sciences árið 2013 (http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/Attachment/Halldorsson%20et%20al%202014/$file/Halldorsson%20et%20al%202013.pdf)

Dagskrá föstudagsfyrirlestra líffræðistofu HÍ vorið 2016.