Hafið við Ísland beitarland fyrir lax hvaðanæva að

Fjallað var um rannsóknir Veiðimálastofnunar og Matís í Fréttablaði dagsins (Hafið við Ísland beitarland fyrir lax hvaðanæva að). Þar segir.

—–

Rannsóknarniðurstöður sýna að hafið við Ísland er mikilvægt beitarsvæði fyrir Atlantshafslaxinn, sérstaklega fyrir lax frá Bretlandseyjum og suðurhluta Evrópu.

Nýlega kom út grein í vísindaritinu ICES Journal of Marine Science um uppruna og lífssögu 186 laxa sem veiddust á Íslandsmiðum sem meðafli í makrílveiðum í íslenskri fiskveiðilögsögu árin 2007 til 2010. Nýttur var gagnagrunnur um erfðir laxastofna í 284 evrópskum ám til að greina með erfðatækni uppruna laxa í veiðinni.

Í ljós kom að 68 prósent sýnanna voru rakin til suðursvæðis Evrópu (meginlands Evrópu og Bretlandseyja), 30 prósent voru frá norðurhluta Evrópu (Skandinavíu og Rússlandi) en einungis tvö prósent laxanna voru frá Íslandi. Niðurstöðurnar benda til þess að hafsvæðin suður og austur af Íslandi séu mikilvæg beitarsvæði fyrir Atlantshafslaxinn, sérstaklega fyrir lax frá Bretlandseyjum og suðurhluta Evrópu….