Sjávarhiti og áhrif hans á lundastofninn

Hvatinn fylgdist með Líffræðiráðstefnunni 2015 og meðal annars erindi Erps um lundastofninn (Sjávarhiti og áhrif hans á lundastofninn).

—–

Um nokkurt skeið hafa íslenskir vísindamenn, sem og íslenskur almenningur, haft áhyggjur af þróun lundastofnsins hér við land. Minna og minna sést af lunda við landið en áður fyrr fannst mjög mikið af þessum skrautlega og fallega fugli víðsvegar um landið.

Einn þessara staða er Vestmannaeyjar en þar hafa heimamenn stundað að veiða fulginn í háf, sú aðgerð getur reynst nokkuð heppileg þegar rannsaka á lundastofninn þar sem um 80% fugla sem veiðast eru ókynþroska fuglar og því auðvelt að skoða endurnýjun í stofninum. Þó nokkuð góð skrá er til um lundaveiðar í eyjum og af þessum tveimur ástæðum hafa rannsakendur við Náttúrustofu Suðurlands því gott tæki til að rannsaka hegðun lundastofnsins í áranna rás. Rannsóknin var kynnt á dögunum á Líffræðiráðstefnunni 2015.