Ragnar Axelsson ljósmyndari opnaði líffræðiráðstefnuna 2015.
Hann hélt ávarp um eðli náttúru og leyndardóma langlífis, og sýndi myndir frá Íslandi, Grænlandi og Sardiníu.
Hann sagði m.a. frá fundi sínum við Grænlendinga sem sögðu honum fyrir tveimur áratugum að stóri ísinn væri veikur.
Nýjasta bók Ragnars, Behind the mountains er komin út hjá cryomgeu.
Myndin er af vef HÍ, sem skýrði einnig frá því að Guðmundur Eggertsson og Sigrún Lange hlutu heiðursverðlaun félagsins.