Öndvegisfyrirlesarar og Haustfagnaðurinn / Invited plenary speakers and Social event

Kæru félagar

Hér er síðasta tilkynning frá okkur fyrir sumarfrí.

Nú er tími til kominn að kynna til leiks öndvegisfyrirlesa á Líffræðiráðstefnunni 2023. Eftirfarandi vísindamenn hafa staðfest komu sína: 

Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, mannerfðafræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu
Nina Overgaard Therkildsen, aðstoðarprófessor við Cornell-háskóla
Ingi Agnarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Ítarlegri upplýsingar um þau og aðra fyrirlesara verða birtar hér þegar nær dregur:  

Haustfagnaður Líffræðifélagsins verður haldinn í Tunglinu Lækjargötu, á báðum hæðum. Hljómsveitin Allt í Einu mun spila fyrir dansi, en þetta eru sömu stuðboltar og trylltu mannskapinn í Ægisgarði fyrir tveimur árum. Getur ekki klikkað!


Hafið það gott í sumar!

//

Dear comrades

Here´s the last announcement from us before the summer vacation.

It is now time to announce some of our invited speakers for IceBio2023. These three have confirmed that they will speak at the conference this year: 

– Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, human geneticist at deCODE Genetics
– Nina Overgaard Therkildsen, assistant professor  at  Cornell University
– Ingi Agnarsson, professor of zoology at Faculty of Life and Environmental Sciences, University of Iceland

More information about them and other speakers will be published here soon: https://biologia.is/liffraediradstefnan-2023/ondvegisfyrirlesarar/

The Society Social event will be held in Tunglið Lækjargata both floors. The fantastic band  Allt í Einu will take to the stage and play for us proper sveitaball music. 


Have a good summer!


Stjórnin og skipulagsnefnd