Metfjöldi innsendra erinda fyrir Líffræðiráðstefnuna / Record number of submitted talks for IceBio conference

Það er skemmtilegt frá því að segja að á Líffræðiráðstefnunni í ár eru innsend erindi fleiri en nokkru sinni fyrr, eða yfir 110 erindi samtals. Samkvæmt skráðum heimildum, og eftir því sem elstu menn muna, var fyrra metið rúmlega 100 erindi árið 2015. Og var þá þétt setið í málstofum í Öskju eins og sumir muna kannski.

Fjöldi veggspjalda er rúmlega 80 sem er svipað og síðast árið 2019, og nokkru frá metinu frá 2015 þegar yfir 100 veggspjöld komu í hús.

Eins og venja er fá allir að flytja erindi og sýna veggspjald sem óska eftir því. Vísindanefndin situr núna sveitt við að raða erindum niður í málstofur og verða drög að dagskrá birt hér á vef okkar á næstu dögum. Leiðbeiningar fyrir fyrirlesara og veggspjaldahöfunda eru á sínum stað.

//

This year the number of oral presentations submitted for the IceBio conference is larger than ever before, or over 110 overall. The previous record was a little over 100 talks, from the 2015 conference. Number of posters is around 80 which is about the same as last conference in 2019, and some ways from the record year 2015 when over 100 posters were presented which  caused some logistical problems.

As usual everyone who wishes to present a talk or poster will be accommodated. The Scientific Committee is hard at work right now with arranging talks into seminar sessions and a draft schedule will be published in the next few days. Instructions for speakers and poster presenters are in the usual place.