Endanleg dagskrá Líffræðiráðstefnunnar og ágripalisti

Nú eru aðeins tveir dagar í ráðstefnuna. Yfir 200 gestir hafa þegar boðað komu sína. Það verður áfram hægt að skrá sig rafrænt á https://biologia.is/liffraediradstefnan-2017/skraning/ fram á síðasta dag og einnig á staðnum ef svo ber undir.

Endanleg dagskrá er nú tilbúin og verður birt í prentuðum bæklingi sem ráðstefnugestir fá afhentan við skráningarborð. Dagskráin er auðvitað líka birt rafrænt á vefnum okkar ásamt heildar lista yfir öll erindi, með titlum, titlum höfundum og ágripum: https://biologia.is/liffraediradstefnan-2017/dagskra

Lista yfir öll veggspjöld með titlum, höfundum og ágripum má finna hér: https://biologia.is/liffraediradstefnan-2017/veggspjold

Sjáumst vonandi sem flest ykkar á fimmtudaginn!