Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um skipulag og áherslur í norðurslóðarannsóknum (ICARP III) – erindi 30.jan.

a_141.jpg
Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um skipulag og áherslur í norðurslóðarannsóknum (ICARP III)
The Third International Conference on Arctic Research Planning (ICARP III)

 

Ingibjörg S. Jónsdóttir prófessor í vistfræði er fulltrúi Íslands í mikilvægri nefnd um norðurslóðarannsóknir og mun fjalla um ráðstefnu sem er á döfunni.

Erindið verður á íslensku eða ensku, eftir íslenskukunnáttu gesta.

Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) hefur leitt alþjóðlegar ráðstefnur um skipulag og áherslur í norðutslóðarannsóknum á 10 ára fresti og nú er sú þriðja í undirbúningi, ICARP III í samstarfi við fjölmargar aðrar vísindanefndir og samtök sem sinna málefnum norðurslóða. Í erindinu mun hún kynna starfsemi IASC og segja frá umfangsmiklum undirbúningi ICARP III sem staðið hefur í tvö ár.

Meiri upplýsingar um IASC: iasc.info og um ICARP III: iasc.icarp.info

Mynd af krækilyngi, Arnar Pálsson.