Dagskrá:
11:45 -12:00.
Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri hjá Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands:
–Hvernig standa konur þegar kemur að doktorsnámi, styrkveitingum og setu í fagráðum?
12:00 -12:15.
Guðrún Nordal, prófessor í íslensku við HÍ og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
–Skýrsla um kynjahlutfall í rannsóknum á Norðurlöndum: „Skrefi framar í kynjajafnvægi í vísindum?“
12:15 -12:30.
Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands:
–Kynjasjónarhorn á vísindasamfélagið: Evrópuverkefnið GARCIA gegn kynjun og misrétti.
12:30 – 13:00. Umræður
Fundarstjóri:
Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Boðið verður upp á kaffi og kleinur á undan fræðslufundinum frá kl. 11:15
Allir velkomnir.
Útdrættir erinda:
Magnús Lyngdal Magnússon:
Hvernig standa konur þegar kemur að doktorsnámi, styrkveitingum og setu í fagráðum?
Litið verður á kynjahlutföll á tímabilinu 2004-2013 í fagráðum og stjórnum Rannsóknasjóðs og styrkveitingum, í hópi fastráðinna akademískra starfsmanna (með áherslu á HÍ) og í hópi doktorsnema við HÍ og brautskráðra doktora þaðan.
Guðrún Nordal:
Skýrsla um kynjahlutfall í rannsóknum á Norðurlöndum: „Skrefi framar í kynjajafnvægi í vísindum?“
Um 80 prósent prófessora á Norðurlöndum eru karlmenn. Kynjahlutföll í háskólasamfélaginu er þess vegna mikilvægt svið vísindastefnumörkunar. Þó hafa litlar umræður verið um málefnið á samnorrænum vettvangi. Skýrslan sýnir stöðu mála og þróun þeirra og tekur dæmi um árangursríkar aðgerðir jafnframt því sem hún leggur áherslu á áskoranir á sviði stefnumörkunar þegar kemur að kynjajafnvægi.
Þorgerður Einarsdóttir:
Kynjasjónarhorn á vísindasamfélagið: Evrópuverkefnið GARCIA gegn kynjun og misrétti
Verkefnið GARCIA – Gendering the Academy and Research: Combating Career Instability and Asymmetries, er þriggja ára samstarfsverkefni háskóla í sjö Evrópulöndum sem felst í ítarlegum rannsóknum á einni háskólastofnun í hverju þátttökulandanna. Sú þekking sem skapast í verkefninu verður nýtt til að stuðla að jafnréttismenningu og vinna gegn mismunun og staðalímyndum. Í erindinu verður greint frá helstu áherslum verkefnisins og þær settar í samhengi við rannsóknir á kynjun í vísindasamfélaginu.