Nýr Náttúrufræðingur

Nýjasta hefti náttúrufræðingsins (83. árg. 3.–4. hefti 2013) var að koma út.

Í heftinu eru nokkrar áhugaverðar greinar um líffræði, rannsókn á örverum, sníkjudýra og stormmáfum.

Guðný Vala Þorsteinsdóttir og Oddur Vilhelmsson – Skyggnst í örverulífríki Undirheima

Karl Skírnisson – Um líffræði tríkína og fjarveru þeirra á Íslandi

Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen – Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði

Einnig er samantekt Hjörleifs Guttormssonar um Sögulegar rætur náttúrustofa á Íslandi mjög áhugaverð.

Nánari upplýsingar má finna á nýrri vefsíðu Náttúruminjasafns Íslands, sem nú sér um útgáfu tímaritsins.

Það er sérlega ánægjulegt að skriður skuli aftur vera kominn á útgáfu Náttúrufræðingsins, og við hvetjum líffræðiáhugamenn til að gerast áskrifendur og ískrifendur.