Súrnun sjávar: Ísland á versta stað

Fjallað var um súrnun sjávar í fréttum Stöðvar tvö 1. apríl 2014.

Meðal annars var rætt við Hrönn Egilsdóttur doktorsnema og Jón Ólafsson haffræðing. Í fréttinni sagði:

„Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum.

Spurð um ummæli Sigmundar D. Gunnlaugssonar, um að loftslagsbreytingar gefi Íslandi tækifæri, svaraði Hrönn

Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,

http://www.visir.is/surnun-sjavar–island-a-versta-mogulega-stad/article/2014140409751