Aðalfundur líffræðifélagsins verður haldinn 7. mars 2014, kl 17:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Aðalfundurinn er í beinu framhaldi af málstofu um sameindalíffræði, sem hefst kl 15:00 á sama stað.
Stjórn gerir eftirfarandi tillögur um breytingar á lögum félagsins, sem lagðar verða fyrir aðalfund 7. mars 2014.
4. grein. Breytingar á samsetningu stjórnar.
Núverandi lög:
Stjórn félagsins skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og ritstjóri fréttabréfs. Skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins til eins árs í senn, hver í sínu lagi. Auk þess skulu líffræðinemar skipa einn fulltrúa í stjórn félagsins.
Tillaga:
Stjórn félagsins skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins til eins árs í senn, hver í sínu lagi.
6. grein
Núverandi lög:
a) Aðalfundur ákveður árgjald til félagsins. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem greitt hafa árgjald. Þeir sem ekki hafa greitt árgjald til félagsins í tvö ár í röð falla sjálfkrafa út af félagaskrá og teljast þá ekki lengur félagar.
b) 15% árgjalda ár hvert renna í Tækjakaupasjóð líffræðinema í HÍ.
Tillaga:
Ákvæði 6b fellt út.
Nýjar greinar 7. og 8.
7. Allir félagsmenn hafa aðgang að félagaskrá í gegnum stjórn.
8. Beiðni um afhendingu félagaskrár þarf að hljóta samþykki stjórnar. Að því fengnu verða einungis afhentar persónuupplýsingar um þá félagsmenn sem það samþykkja hverju sinni.
Eldri 7. grein (ný 9. grein)
Núverandi lög:
Verði félaginu slitið skulu eignir þess renna í Tækjakaupasjóð líffræðinema við HÍ og verði þeim varið til að styrkja kaup á rannsóknatækjum sem nýtast líffræðinemum í námi sínu.
Tillaga:
Verði félaginu slitið skulu eignir þess renna til Vísindasjóðs og verði þeim varið til að styrkja líffræðirannsóknir.