Ráðstefna Hafró um lífríki hafsins

Tilkynning frá Hafrannsóknarstofnun.

Opin ráðstefna Hafrannsóknastofnunar, Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4, ráðstefnusal 1. hæð, 25. febrúar 2014, kl. 9 – 16.

Árleg ráðstefna Hafrannsóknastofnunar um lífríki hafsins og umhverfi þess, verður haldin 25. febrúar 2014. Að þessu sinni verður efni ráðstefnunnar “Hafsbotn og lífríki á botninum“. Fjallað verður um rannsóknir á hafsbotninum við Ísland, um lífverur botnsins og tengsl þeirra við hann og sjóinn umhverfis.

Hafsbotninn, lögun hans og gerð, hefur mikil áhrif á lífsskilyrði í sjónum. Hann hefur áhrif á samsetningu botnlífveranna og einnig á þær lífverur sem leita sér fæðu eða hrygna á botni.

Ráðstefnan verður í fyrirlestrasal stofnunarinnar, Skúlagötu 4 og er öllum opin.

Fjallað var um ráðstefnuna og rætt við Guðrúnu Helgadóttur jarðfræðing og Steinunni Hilmu Ólafsdóttur líffræðing í morgunútvarpi Bylgjunar.