Málþing og aðalfundur líffræðifélagsins 7. mars

Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ mun halda málstofu um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir þann 7. mars n.k.

Aðalfyrirlesarinn verður ungur íslenskur sameindalíffræðingur sem hefur haslað sér völl á mjög framsæknu sviði líffræði og læknisfræði. Þórður Óskarsson stýrir rannsóknarhóp við Heidelberg Institute for Stem Cell Technology and Experimental Medicine. Auk Þórðar munu þrír ungir sameindalíffræðingar halda styttri erindi.

Þórður útskrifaðist með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1998. Eftir útskrift hóf hann meistaranám í veirufræði undir leiðsögn Valgerðar Andrésdóttur á Keldum. Þórður lauk doktorsprófi árið 2005 frá Swiss Institute for Experimental Cancer Research (ISREC) undir leiðsögn Dr. Andreas Trump, þar sem hann rannsakaði umritunarþætti í frumum í tengslum við krabbamein. Eftir doktorsnám flutti Þórður til Bandaríkjanna þar sem að hann vann sem nýdoktor undir leiðsögn Dr. Joan Massague við the Memorial Sloan-Kettering Cancer Center (MSKCC) í New York. Þar vann hann að rannsóknum á eðli illkynja krabbameina. Haustið 2011 hóf Þórður núverandi starf. Þórður hefur birt fjölmargar greinar um rannsóknir sínar í virtustu vísindatímaritum á sínu sviði þ.m.t. Nature. Þórður fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns á Líffræðiráðstefnunni sem haldin var í Háskóla Íslands 8. og 9. nóvember síðastliðinn.

Dagskrá í Öskju – náttúrufræðihúsi HÍ, stofa 132.
Kl. 15:00-16:00

Sigríður R. Franzdóttir – Molecular pathways influencing Arctic charr diversity (óstaðfestur titill)

Guðrún Valdimarsdóttir – BMP4 promotes mesodermal commitment in human embryonic stem cells via MSX2

Ólafur E. Sigurjónsson – Expired and pathogen inactivated platelet concentrates for expansion
and differentiation of bone forming stem cells

Kl. 16:00-17:00
Valgerður Andrésdóttir sérfræðingur á Keldum kynnir Þórð.
Þórður Óskarsson – Extracellular matrix proteins of stem cell niches promote breast cancer
metastasis

Kl. 17:00-17:30

Aðalfundur líffræðifélagsins

Kl. 17:30-18:00 Léttar veitingar.

Aðgangur verður ókeypis og öllum heimill.