Whales of Iceland

Líffræðiráðstefnan 2019

Líffræðiráðstefnan 2019 verður haldin 17. – 19. október í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu

Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Byrjað verður um miðjan dag á fimmtudegi og endað með hinum goðsagnakennda Haustfagnaði Líffræðifélagsins á laugardagskvöldinu.

Dagskráin mun, eins og ávallt, samanstanda að langmestu leyti af framlögum frá YKKUR, bæði erindum og veggspjöldum.

Ágripavefurinn er nú OPINN fyrir innsendingar!


IceBio2019 – the biannual Conference on Biology in Iceland will be held 17-19 October

Öndvegisfyrirlesarar

  • Christina Hvilsom, erfðafræðingur hjá Copenhagen Zoo
  • Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
  • Mary I. O’Connor, Associate Professor & Associate Director, Hakai Institute, University of British Columbia
  • Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði við Líf- og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi

Að lokinni ráðstefnunni, á laugardagskvöldinu, verður haldinn haustfagnaður félagsins á Bryggjunni Brugghúsi við Grandagarð 8 101 Rvk.

Líffræðifélag Íslands skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við  stofnanir og fyrirtæki innanlands.

Stjórn Líffræðifélags Íslands og skipulagsnefnd

Lísa Anne Libungan, Hlynur Bárðarson, Guðmundur Árni Þórisson, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Sævar Ingþórsson