Líffræðiráðstefnan 2017

Líffræðiráðstefnan verður haldin 26. – 28. október  2017 í Öskju

Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.

Opnað verður fyrir innsendingu ágripa um miðjan ágúst. Nánar upplýsingar  verða birtar hér á næstunni.

Sex öndvegisfyrirlesarar hafa þegið boð um að flytja erindi á ráðstefnunni:

Fiona Watt, frumulíffræðingur. Forstöðumaður Centre for Stem Cells and Regenerative Medicine við King’s College í London.

Gísli Másson, lífupplýsingafræðingur. Forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs Íslenskrar Erfðagreiningar.

Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur. Forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Jean-Philippe Bellenger, lífefnafræðingur. Prófessor við University of Sherbrooke.

Marion Silies, líffræðingur, European Neuroscience Institute, Göttingen

Tony Ives, vistfræðingur, University of Wisconsin–Madison