Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ standa fyrir málstofu um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir þann 7. mars 2014.
Rektor HÍ og Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ styrkja málþingið.
Aðgangur verður ókeypis og öllum heimill.
Aðalfyrirlesarinn verður ungur íslenskur sameindalíffræðingur sem hefur haslað sér völl á mjög framsæknu sviði líffræði og læknisfræði. Þórður Óskarsson stýrir rannsóknarhóp við Heidelberg Institute for Stem Cell Technology and Experimental Medicine. Auk Þórðar munu þrír ungir sameindalíffræðingar halda styttri erindi.
Þórður útskrifaðist með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1998. Eftir útskrift hóf hann meistaranám í veirufræði undir leiðsögn Valgerðar Andrésdóttur á Keldum. Þórður lauk doktorsprófi árið 2005 frá Swiss Institute for Experimental Cancer Research (ISREC) undir leiðsögn Dr. Andreas Trump, þar sem hann rannsakaði umritunarþætti í frumum í tengslum við krabbamein. Eftir doktorsnám flutti Þórður til Bandaríkjanna þar sem að hann vann sem nýdoktor undir leiðsögn Dr. Joan Massague við the Memorial Sloan-Kettering Cancer Center (MSKCC) í New York. Þar vann hann að rannsóknum á eðli illkynja krabbameina. Haustið 2011 hóf Þórður núverandi starf. Þórður hefur birt fjölmargar greinar um rannsóknir sínar í virtustu vísindatímaritum á sínu sviði þ.m.t. Nature. Þórður fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns á Líffræðiráðstefnunni sem haldin var í Háskóla Íslands 8. og 9. nóvember síðastliðinn.
Á undan erindi Þórðar halda þrír ungir líffræðingar erindi um sínar rannsóknir. Sigríður Rut Franzdóttir er dósent við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, Guðrún Valdimarsdóttir er lektor við Læknadeild HÍ og Ólafur E. Sigurjónsson er sérfræðingur við Blóðbankann og dósent við HR.
Málstofan stendur frá 15:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá í Öskju – náttúrufræðihúsi HÍ, stofa 132.
Kl. 15:00-16:00
Sigríður R. Franzdóttir – Molecular pathways influencing Arctic charr diversity
Guðrún Valdimarsdóttir – BMP4 promotes mesodermal commitment in human embryonic stem cells via MSX2
Ólafur E. Sigurjónsson – Expired and pathogen inactivated platelet concentrates for expansion and differentiation of bone forming stem cells
Kl. 16:00-17:00
Valgerður Andrésdóttir sérfræðingur á Keldum kynnir Þórð.
Þórður Óskarsson – Extracellular matrix proteins of stem cell niches promote breast cancer metastasis
Kl. 17:00-17:30
Aðalfundur líffræðifélagsins
Aðalfundur líffræðifélagsins verður haldinn 7. mars 2014, kl 17:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Aðalfundurinn er í beinu framhaldi af málstofu um sameindalíffræði, sem hefst kl 15:00 á sama stað.
Stjórn gerir eftirfarandi tillögur um breytingar á lögum félagsins, sem lagðar verða fyrir aðalfund 7. mars 2014.
Kl. 17:30-18:00 Léttar veitingar.
Ágrip erinda
Þórðar Óskarsson Extracellular matrix proteins of stem cell niches promote breast cancer metastasis
Metastasis is the spread of cancer cells from their site of origin leading to outgrowth in distant organs and is the principal cause for cancer related deaths. To progress into overt metastasis, disseminated cancer cells must resist a non-permissive environment and maintain viability and growth at distant sites. Increasing evidence suggests that cancer cells adapt by engaging and manipulating the microenvironment, generating a metastatic niche that promotes cancer cell fitness. We show that extracellular matrix (ECM) proteins of normal stem cell niches, are important components of the metastatic niche and advance metastatic progression in breast cancer. Further dissection of the metastatic niche and the ECM mediated signaling within the niche, could provide new avenues to therapeutically inhibit metastasis progression and prevent cancer relapse.
Guðrúnar Valdimarsdóttur BMP4 promotes mesodermal commitment in human embryonic stem cells via MSX2
Bone Morphogenetic Proteins (BMPs) initiate differentiation in human embryonic stem cells (hESC) but the exact mechanisms have not been fully elucidated. We demonstrate here that MSX2, a transcription factor involved in Epithelial-Mesenchymal Transitions (EMT), is an important mediator of BMP4 induced differentiation in hESC. BMP4 induced MSX2 expression leads to mesoderm formation and then preferential differentiation towards the cardiovascular lineage.
Ólafs E. Sigurjónssonar – Expired and pathogen inactivated platelet concentrates for expansion and differentiation of bone forming stem cells
Blóðbankinn hefur verið að þróa aðferðir sem nýta útrunnar blóðflögueiningar til ræktunar á miðlagsstofnfrumum sem einangraðar eru úr beinmerg eða sérhæfðar út frá fósturstofnfrumum. Hagnýting á útrunnum blóðflögueiningum með þessum hætti er gífurleg þar sem vandamál tengd dýraafurðum við ræktun á MSC frumum er leyst á sama tíma og dýrmætur efniviður er endurunninn án þess að bæta flóknum verkferlum við blóðhlutavinnslur blóðbanka. Við höfum sýnt fram á að hægt er að nota lýsöt úr útrunnum blóðflögueiningum og örveruóvirkjuðum útrunnum blóðflögueiningum við ræktun á MSC frumum án þess að hafa áhrif á grunneiginleika og líffræði þeirra