Ráðstefnan fer fram við Sturlugötu í Reykjavík. Setningin og yfirlitserindin fara fram í stóra sal Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirlestrar verða einnig í stofum 130, 131 og 132 í Öskju (náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands).
Hægt er að skrá sig á netinu (til 8. nóvember) en senda þarf inn ágrip fyrir erindi eða veggspjald fyrir 10. október.
Skráning á vettvangi, verður í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar frá kl 8:30 til kl 12:00 að morgni 8. nóvember. Frá 12:00 til loka ráðstefnunar verður skráningarborðið opið í Öskju, á jarðhæð.
Fullt ráðstefnugjald er 6.000 kr. en félagar í Líffræðifélagi Íslands greiða 4.000 kr. Nemar greiða 2.000 kr. en 1.000 kr. ef þeir eru félagar í Líffræðifélagi Íslands.
Hægt er að greiða inn á reikning Líffræðifélag Íslands, kt. 4709830199, tékkareikningur: 515-26-49867 og senda skilaboð á lif@gresjan.is. Þeir sem vilja að vinnuveitandi greiði ráðstefnugjöld eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá því fyrir ráðstefnuna.
Listi yfir tímasetningu yfirlitserinda, málstofa og einstakra erinda verður send þátttakendum og set á vef líffræðifélagsins (biologia.is). Vinsamlegast beinið athugasemdum til skipuleggjenda. Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013 og listi er yfir veggspjöld
Veggspjöld verða standandi, stærst í A0 (hæðin mesta lagi 120 cm og breiddin í mesta lagi 90 cm).
Veggspjaldasýningin fer fram á jarðhæð Öskju og verður í tveimur hlutum föstudaginn 8. nóvember.
Veggspjöldin eru númeruð frá V1 upp í V80. Veggspjöld númeruð með oddatölum á að kynna milli 17:00 og 18:30, en spjöld jöfnum tölum á milli 18:30 og 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki á meðan á sýningu stendur. Veggspjöldin verða til sýnis alla ráðstefnuna. Fólk er hvatt til að hengja spjöldin sín upp í byrjun ráðstefnunnar eða kvöldið 7. nóv. Standarnir verða settir upp 7. nóvember, og teknir niður eftir kl. 17:00 laugardaginn 9. nóvember.
Veggspjaldssýning 17 – 20 föstudaginn 8. nóvember á jarðhæð Öskju
Háskólaprent býður félagsmönnum Líffræðifélagsins 20% afslátt af veggspjaldaprentun, óháð stærð. A0 prentun kostar fyrir afslátt 6900. Afgreiðslutími er 3-4 klukkustundir. Félagar þurfa að taka fram fyrir prentun að þeir eru í félaginu og minna á afsláttinn.
Háskólaprent, Fálkagötu 2, 107 Reykjavík s: 588 1162
Erindi
Athugið breytt fyrirkomulag. Fyrirlesarar hafa 14 mínútur til að kynna efni sitt og 4 mínútur fyrir umræður (ekki 15 og 5 eins og áður var auglýst). Fundarstjórar munu halda dagskránni í föstum skorðum, þannig að farsælast er að fólk virði tímamörkin. Fyrirlesarar eru beðnir um að koma rafrænum eintökum af slæðum sínum til fundastjóra seinasta lagi í hléinu fyrir viðkomandi málstofu.
Þeir sem eru með slæður úr machintosh vélum eru hvattir til að vista þær á formi sem er móttækilegt fyrir PC, t.d. pdf, eða að koma með mac vél og tengibúnað.
Ágrip af erindum og veggspjöldum verða á hér á vef líffræðifélagsins (tengill) og skráningarvefnum.
Nokkur fyrirtæki munu kynna vörur sínar og þjónustu á ráðstefnunni. Ef þið hafið áhuga á að kynna vörur eða þjónustu, sendið þá tölvupóst á lif@gresjan.is.