Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 2. apríl

Við viljum vekja athygli ykkar á Vistfræðiráðstefnunni (VistÍs 2014) 2.apríl næstkomandi. Skráning erinda og veggspjalda hefur verið framlengd til 21.mars (sjá nánari upplýsingar í viðhengi hér að neðan).

Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin í sal Norræna hússins í Reykjavík þann 2. apríl næstkomandi.

Ráðstefnan er vettvangur til að kynna íslenskar vistfræðirannsóknir og nátengd málefni sem falla undir fræðasvið vistfræðinnar.

Skráningarfrestur:
21. mars-erindi og veggspjöld
31. mars -á ráðstefnuna sjálfa
Skráningargjald 1.500 kr
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna eru að finna á heimasíðu Vistfræðifélags Íslands